Thomas Partey fyrrum miðjumaður Arsenal hefur verið ákærður fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn nokkrum konum.
Atvikin eiga að hafa átt sér stað árið 2021 og 2022. Lögreglan í Englandi hefur lagt fram ákæru en málið hefur lengi verið í rannsókn.
Partey er ákærður fyrir fimm nauðganir og eitt kynferðislegt ofbeldi. Lögreglan staðfestir nafn hans í yfirlýsingu.
Partey varð samningslaus hjá Arsenal fyrir tveimur dögum en hann hafnaði nýjum samningi hjá félaginu.
Það var saksóknari sem sagði lögreglunni að leggja fram ákæru eftir að hafa farið yfir öll sönnunargögn málsins, Partey hafði nokkrum sinnum verið ákærður.
Fréttir um málið hafa reglulega komið fram en ekki fyrr en núna mátti nafngreina Partey sem er án félags.