fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. maí 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á lokamóti EM í Sviss í byrjun júlí. Knattspyrnusambandið frumsýndi nýja treyju í dag og tónlistarmyndband sem er tileinkað mótinu.

Meira
Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi.

Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins.

„Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór.

„Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við.

Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu.

„Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum.“

Að lokum hvetur Eyþór landsliðið og þjóðina til að njóta augnabliksins og gera sitt besta.

„Þetta snýst allt um að njóta augnabliksins og gera sitt besta, hvort það sé í fótboltanum eða á öðrum vettvangi í lífinu,“ sagði knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“