Florentino Perez forseti Real Madrid ætlar að vera með veskið á lofti í sumar, segja spænskir miðlar að hann ætli að kaupa sex leikmenn til félagsins.
Trent Alexander-Arnold verður fyrstur inn um hurðina í sumar en hann kemur frítt frá Real Madrid.
Real Madrid hefur áhuga á að fá Joshua Kimmich frá Bayern og líka Florian Wirtz frá Leverkusen.
Ekki er ólíklegt að Xabi Alonso taki við Real Madrid í sumar en hann elskar Wirtz eftir samstarf þeirra hjá Leverkusen.
Spænskir leikmenn eru einnig á blaði og tala spænskir miðlar um Dean Huijsen, Miguel Gutierrez, Martin Zubimendi, og Rodri sem eru á blaði Real Madrid.