Mohamed Salah hefur verið valinn leikmaður tímabilsins á Englandi en hann stóð sig frábærlega í vetur.
Salah er einn mikivlgæasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Liverpool en hann gerði nýjan samning við félagið nýlega.
Egyptinn hefur skorað 28 mörk og lagt upp önnur 18 fyrir lokaumferðina sem fer fram á morgun.
Ryan Gravenberch, liðsfélagi Salah, fékk einnig verðlaun en hann var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins.
Liverpool er búið að tryggja sér meistaratitilinn en spilar við Crystal Palace í lokaleiknum á morgun.