Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, verður mættur aftur á Anfield er liðið spilar við Crystal Palace á morgun.
Þetta hefur Arne Slot, núverandi stjóri Liverpool, staðfest en hans menn spila þarna lokaleikinn í efstu deild.
Liverpool er nú þegar búið að tryggja sér meistaratitilinn á þessu tímabili en Klopp vann þann titil einnig á sínum tíma eftir að hafa kvatt á síðasta ári.
Klopp ætlar að fagna með liðinu eftir lokaflautið en hans tilfinningar til Liverpool eru sterkar og er hann afskaplega vinsæll á Anfield.
Klopp verður í stúkunni á meðan leikurinn fer fram og mun svo væntanlega hitta leikmenn og Slot í kjölfarið.