Vængbrotið lið ÍBV fékk skell á útivelli í Bestu deild karla í dag er liðið mætti Val á Hlíðarenda.
ÍBV var án lykilmanna í þessum leik og tapaði 3-0 en Omar Sowe og Oliver Heiðarsson verða báðir lengi frá vegna meiðsla.
Valur lyfti sér upp í þriðja sætið með sigrinum en ÍBV er í því níunda, stigi frá fallsæti.
Í hinum leiknum sem var að ljúka vann KA sinn annan sigur í sumar og lagði Aftureldingu með einu marki gegn engu.
Valur 3 – 0 ÍBV
1-0 Jovan Mitrovic(’29, sjálfsmark)
2-0 Patrick Pedersen(’30)
3-0 Birkir Heimisson(’43)
KA 1 – 0 Afturelding
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’80)