Gabri Veiga sem er 22 ára gamall spænskur miðjumaður er að gefast upp í Sádí Arabíu og vill komast til Porto í sumar.
Það vakti nokkra athygli þegar Veiga þá bara tvítugur steig skrefið til Sádí, vildu flest stærstu lið Spánar fá hann.
Nú er Porto í viðræðum við Al Ahli um að kaupa Veiga og vonast til að koma honum á flug aftur.
Veiga hefur ekki sannað ágæti sitt í Sádí og eru þeir tilbúnir að selja hann.
Porto setur það í forgang í sumar að krækja í Veiga sem lék með Celta Vigo áður en hann fór til Sádí.
🚨🐉 Negotiations for Gabri Veiga to join FC Porto continue with all parties involved.
Sell-on clause can be part of the package being discussed with Al Ahli as Spanish midfielder is a priority target for Porto. pic.twitter.com/9yb1VzgWif
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2025