Manchester United getur gleymt þeirri hugmynd að reyna að klófesta Viktor Gyokeres framherja Sporting Lisbon í sumar.
Manchester Evening News heldur þessu fram, sænski framherjinn vill spila í Meistaradeild Evrópu og slíkt verður ekki í boði á Old Trafford á næstu leiktíð.
United tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag sem breytir hlutunum aðeins.
Gyokeres var ofarlega á óskalsita Ruben Amorim eftir góða samvinnu þeirra hjá Sporting Lisbon, Gyokeres hefur skorað 53 mörk á þessu tímabili.
Hann er orðaður við Arsenal, Liverpool og Barcelona sem geta öll boðið honum Meistaradeildina.
Einnig segir staðarblaðið að United geti einnig gleymt Jonathan David sem fer frítt frá Lille í sumar, sá vill einnig spila í deild þeirra bestu.