fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson stjórnarmaður í KSÍ gefur lítið fyrir málflutning sem Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar ber á góma.

Skúli vill setja bann við áfengi á íþróttaleikjum á Íslandi, hefur nokkur herferð um slíkt verið í gangi undanfarna daga.

Máni set þing sem ÍSÍ var með um liðna helgi. „Er mjög hugsi yfir innihaldi þessarar fréttar.. Þó ég sé alveg sammála fyrirsögninni þá er annað í þessari frétt bara algert þvaður. Nú sat ég þetta ÍSÍ þing og ég held að allir hafi verið sammála um að reglur í þessum efnum væru nauðsynlegar. Þetta viðtal við borgarfulltrúann er samt ekkert lítið skrýtið. Ræða framlög borgarinnar til íþróttastarfs og að íþróttafélögin séu að kaupa dýra leikmenn og séu ekki sjálfbær,“ skrifar Máni í færslu á Facebook.

Undanfarin ár hafa félög fengið vínveitingaleyfi til að selja öl á leikjum eins og tíðkast um allan heim. Máni segir málflutning Skúla rangan að mestu leyti.

Máni skrifar svo. „Eftirfarandi er gott að hafa í huga.

1. Ríki og borg styrkja ekki starf meistaraflokka allavegana þekki ég ekki til þess í neinu félagi. Þessi dulda hótun um framlög borgarinnar, sem ég hef trú á að sé frekar sótt í blaðamann en Skúla sjálfan er því í meira lagi skrýtin.

2. Bjór og veitingar eru eingöngu seldar á Keppnisleikjum meistaraflokka .Leikir í meistaraflokkum mundi ég flokka sem skemmtana og afþreyingariðnað.“

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi þar sem börn og unglingar koma saman þar sem áfengi er selt. „Það má vera skoðun að vínveitingar eigi ekki að bjóða uppá í kringum börn og unglinga. Það er hinsvegar gert í Hörpunni og í Borgarleikhúsinu. Sem Skúli og félagar eru duglegir við að styrkja. Ég geri því ráð fyrir því á orðum Skúla og vegferð blaðamanns að það sé vilji til að banna áfengisveitingar í þessum húsum líka.

„Þessi orð Skúla um að meistaraflokkarnir séu að kaupa misgóða leikmenn sem séu dýrir og félögin ekki sjálfbær er að mörgu leyti rétt. En Harpa er heldur ekki sjálfbær og heldur ekki Borgarleikhúsið og allra síst Reykjavíkurborg. Skattgreiðendur sitja hinsvegar uppi með þá skuld en félögin með tapið af meistaraflokkunum sínum.“

Hann hvetur fulltrúa úr Reykjavík til að skoða knattleiki erlendis. „Á öllum völlum á Norðurlöndunum er áfengi og veitingar seldar á meistaraflokksleikjum. Sem félögin hafa tekjur af. Á þessum leikjum eru fullorðnir og börn eins og í borgarleikhúsinu og Hörpunni. Ég tel mikilvægt að það séu settar skýrar reglur um þessa sölu . Á norðurlöndum er áfengi á merktum svæðum á kappleikjum. Þar er ekkert umburðarlyndi fyrir mikilli drykkju en bjór er seldur á þeim öllum. Kjörnir fulltrúar hvort sem þeir eru úr Reykjavík eða á þingi eru ansi duglegir að láta okkur skattgreiðendur greiða fyrir sig ferðir til útlanda ég mæli með því að þeir skelli sér á leik næst þegar farið er í svona ferð og skoði hvernig þetta er gert. Við verðum sem samfélag að fara hætta þessum heilagleika og forræðishyggju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í forgangi hjá United að selja þessa menn

Í forgangi hjá United að selja þessa menn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Í gær

Mikill áhugi þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu

Mikill áhugi þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne