Luis Enrique þjálfari PSG er harður í horn að taka og fer sínar eigin leiðir til að ná árangri.
Enrique er nú að undirbúa PSG fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og leggur allt í sölurnar.
Hann hefur látið koma fyrir krana á æfingasvæði til að hafa betra sjónarhorn á æfingar liðsins næstu daga.
Með því sér Enrique völlinn betur og sér hvort leikmenn séu að fara í þær færslur sem hann vill að koma.
PSG hefur spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili og er til alls líklegt gegn Inter eftir rúma viku.