Antonio Cordero er mikið efni en þessi 18 ára gamli framherji er á förum frá Malaga á Spáni.
Segir í fréttum í dag að Cordero hafi hafnað bæði Real Madrid og Barcelona.
Þar segir einnig að Antonio Cordero hafi kosið það að ganga í raðir Newcastle í sumar, vilji hann fara í enska boltann.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur kappinn spilað yfir 50 leiki fyrir aðallið Malaga.
Hann hefur einnig spilað fyrir yngri landslið Spánar og stefnir allt í það að hann semji við Newcastle í sumar.