fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. maí 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill áhugi á James McAtee, leikmanni Manchester City, fyrir félagaskiptagluggann í sumar.

Hinn 22 ára gamli McAtee á aðeins ár eftir af samningi sínum við City og er hann ekki í stóru hlutverki. Það er því líklegt að hann verði seldur í sumar.

Þessi sóknarsinnaði miðjumaður, sem einnig getur spilað úti á kanti, sýndi þó rispur með City í vetur gæti án efa verið í stóru hlutverki víða.

Wolves er nú sagt vera að undirbúa 25 milljóna punda tilboð í McAtee. Félagið er að missa Matheus Cunha til Manchester United og leitar að styrkingu framarlega á vellinum.

Fleiri félög á Englandi, Newcastle, West Ham, Nottingham Forest og Leeds til að mynda, hafa þá einnig sýnt Englendingnum áhuga.

Það er þó einnig áhugi utan Englands, en Bayer Leverkusen, Dortmund, RB Leipzig, Bologna og Fiorentina eru sögð fylgjast með gangi mála.

McAtee er uppalinn hjá City en lék með Sheffield United á láni frá 2022 til 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Margir leikmenn United sagðir efast um Amorim

Margir leikmenn United sagðir efast um Amorim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttir sem gera stuðningsmenn Liverpool mjög spennta – Stjarnan sögð skoða húsnæði í Liverpool

Fréttir sem gera stuðningsmenn Liverpool mjög spennta – Stjarnan sögð skoða húsnæði í Liverpool
433Sport
Í gær

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim
433Sport
Í gær

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum