Norman Whiteside og eiginkona hans hafa sagt upp ársmiða sínum á Old Trafford sem þau hafa átt í mörg ár. Ástæðan er sú að félagið ákvað að færa þau til.
Félagið taldi Norman Whiteside og frú ekki mæta á nógu marga leiki til þess að geta réttlætt það að hafa miða á besta stað.
Whiteside spilaði 278 leiki fyrir United á ferli sínum og skoraði 68 mörk á þessum átta tímabilum.
Hann vann enska bikarinn með United árið 1983 og 1985 og hefur alla tíð stutt við félagið.
Eiginkona hans segir nú nóg komið, leikmenn liðsins hafi lítinn áhuga á að berjast fyrir merki félagsins og framkoma félagsins hafi svo orðið til þess að þau ætla ekki að eiga ársmiða á næstu leiktíð.