Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var að sjálfsögðu talað um Bestu deildina, en Rúnar hrifst af aðferðum Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara KR.
„Ég hef rosalega gaman að verkefni Óskars í KR. Sem þjálfari finnst mér þetta einstaklega áhugavert. Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman.“
KR þurfi þó að sýna betri árangur á stigatöflunni.
„En þeir þurfa að ná í úrslit. Miðað við frammistöðuna hafa stigin ekki alveg komið með.“