Manchester United mun hafna öllum þeim tilboðum sem kunna að koma í Bruno Fernandes í sumar.
Þessu halda ensk blöð fram núna og segir að United muni ekki selja Bruno í sumar þrátt fyrir vonbrigði tímabilsins.
Al-Hilal í Sádí Arabíu vill kaupa Bruno á næstu dögum og fá hann með á HM félagsliða. United er ekki tilbúið í það.
Bruno var einn af mjög fáum leikmönnum United sem skilaði sínu á tímabilinu sem er að ljúka.
United fer í miklar breytingar í sumar en Ruben Amorim og þeir sem stjórna félaginu telja það mikilvægt að halda í Bruno.