Arsenal og Chelsea hafa bæði áhuga á Anthony Gordon fyrir sumarið og gæti hann tekið óvænt skref til London.
Newcastle er opið fyrir því að losa sig við einn stóran leikmann úr leikmannahópnum í sumar til að halda sig innan fjárhagsreglna. Gæti sá leikmaður orðið Gordon.
Hinn 24 ára gamli Gordon færi þó ekki ódýrt, en enskir miðlar halda því fram að Newcastle vilji um 80 milljónir punda fyrir hann.
Gordon er með níu mörk og sex stoðsendingar í öllum keppnum fyrir Newcastle á leiktíðinni.