fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
433Sport

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 08:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hart barist um síðustu þrjú sætin í Meistaradeild Evrópu í gegnum ensku úrvalsdeildina og eru fimm lið enn á eftir síðustu þremur sætunum þegar lokaumferðin er framundan.

Ljóst er að meistarar Liverpool og Arsenal, sem er í öðru sæti, fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð en Manchester City, Newcastle, Chelsea, Aston Villa og Nottingham Forest geta enn öll tryggt sér sæti þar einnig.

Hér að neðan má sjá hvar liðin eru og hvað þarf að gerast svo þau nái Meistaradeildarsæti.

3. sæti – Manchester City
Vegna hagstæðrar markatölu er nóg fyrir City að sækja stig gegn Fulham í lokaumferðinni til að tryggja Meistaradeildarsæti.

4. sæti – Newcastle
Sigur gegn Everton tryggir Meistaradeildarsætið en með jafntefli er þetta ekki í þeirra höndum.

5. sæti – Chelsea
Chelsea heimsækir Forest í lokaumferðinni og sigur tryggir Meistaradeildarsæti.

6. Aston Villa
Villa þarf að vinna Manchester United og vonast til að Chelsea tapi stigum gegn Forest.

7. Nottingham Forest
Forest þarf að vinna Chelsea á heimavelli og vonast til þess að Villa tapi stigum gegn United.

Lokaumferðin fer öll fram klukkan 15 á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert mun vinna með mjög reynslumiklum þjálfara ef hann verður áfram

Albert mun vinna með mjög reynslumiklum þjálfara ef hann verður áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja að Liverpool hleypi honum burt frítt í sumar

Vilja að Liverpool hleypi honum burt frítt í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sturlaðist eftir framkomu stórstjörnunnar – Hótaði að leyfa bálreiðum mönnum inn í herbergið

Sturlaðist eftir framkomu stórstjörnunnar – Hótaði að leyfa bálreiðum mönnum inn í herbergið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vonar að Antony fái annað tækifæri í vetur

Vonar að Antony fái annað tækifæri í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frank fær sinn fyrsta leikmann

Frank fær sinn fyrsta leikmann
433Sport
Í gær

Goðsögnin bíður og bíður eftir símtalinu sem kemur ekki – .,Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki tækifærið“

Goðsögnin bíður og bíður eftir símtalinu sem kemur ekki – .,Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki tækifærið“
433Sport
Í gær

Lækka verðið um allt að 43 prósent eftir hörð mótmæli

Lækka verðið um allt að 43 prósent eftir hörð mótmæli
433Sport
Í gær

Reyndi að sannfæra Ronaldo um að koma – ,,Hann veit hvað er best fyrir sig“

Reyndi að sannfæra Ronaldo um að koma – ,,Hann veit hvað er best fyrir sig“
433Sport
Í gær

Neitaði að mæta fyrir framan dómara og útskýra mál sitt – Nú úrskurðaður gjaldþrota

Neitaði að mæta fyrir framan dómara og útskýra mál sitt – Nú úrskurðaður gjaldþrota