Crystal Palace ætlar sér að reyna að fá Jamie Vardy í sumar en þessi 38 ára framherji fer frítt frá Leicester.
Vardy er sagður vilja spila áfram í deild þeirra bestu eftir fall Leicester.
Vardy hefur skorað 200 mörk fyrir Leicester og var hluti af liðinu sem vann ensku deildina árið 2016.
Vardy er sagður spenntur fyrir tilboði frá Crystal Palace sem varð enskur bikarmeistari um liðna helgi.
Framherjinn hefur átt góðan feril en hann ákvað að fara frá Leicester eftir fall liðsins úr ensku deildinni.