Samkvæmt fréttum dagsins eru forráðamenn Manchester United vongóðir um að geta fengið Viktor Gyokeres í sumar. L’Equipe í Frakklandi fjallar um.
Framherji Sporting Lisbon hefur raðað inn mörkum en það var Ruben Amorim sem fékk hann til Sporting.
Gyokeres hefur verið orðaður við Arsenal en United er einnig sagt vera við borðið.
Talið er að United eigi séns á að fá sænska framherjann ef liðið vinnur Evrópudeildina í kvöld, með því getur liðið boðið upp á Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Gyokeres er 26 ára gamall en hann var áður hjá Coventry þar sem hann raðaði inn mörkum.