fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Tottenham er Evrópudeildarmeistari – Fyrsti titill liðsins í 17 ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er Evrópudeildarmeistari eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik í Bilbaó í kvöld.

Það var allt undir hjá báðum liðum í leiknum og ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn undir, heldur einnig sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hvorugt liðið er nálægt því að komast í þá keppni í gegnum ensku úrvalsdeildina, eru í sætunum fyrir ofan fallsvæðið.

Leikurinn var afar gæðalítill og bar þess merki að mikið væri undir. United fékk fleiri færi en það var hins vegar Tottenham sem fann markið á 42. mínútu. Er það skráð á Brennan Johnson en boltinn fór af Luke Shaw og í markið.

United leitaði að jöfnunarmarki í seinni hálfleik og komst nálægt því, sér í lagi þegar Micky van de Ven bjargaði á línu á ögurstundu. Meira var hins vegar ekki skorað og 1-0 sigur Tottenham staðreynd.

Um fyrsta titil liðsins í 17 ár er að ræða og um leið er sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð í höfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu