Jude Bellingham leikmaður Real Madrid fer undir hnífinn í sumar og fer í nokkuð stóra aðgerð á öxl.
Öxlin hefur lengi verið til vandræða hjá Bellingham sem hefur spilað í sérstakri spelku um langt skeið.
Nú á að laga öxlina og fer Bellingham í aðgerð um miðjan júlí eða þegar HM félagsliða er á enda.
Talið er að Bellingham verði frá í nokkra mánuði vegna þess og mun hann missa af fyrsta hluta næstu leiktíðar.
Bellingham átti ekkert sérstakt tímabil með Real Madrid en var frábær þar á undan.