Yfir þrjú þúsund lögreglumenn verða á vettvangi þegar úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Bilbao. Búið er að herða gæsluna eftir nóttina.
Harkaleg slagsmál stuðningsmanna United og Bilbao brutust út á götum Bilbao í nótt.
Hundar verða víða í kringum völlinn til að reyna að hafa upp á þeim sem eru með eiturlyf á sér, stuðningsmönnum verður haldið í sitthvoru lagi.
Mikil drykkja var í Bilbao í gær og hafa fjölmiðlar á Spáni farið ófögrum orðum um ensku stuðningsmennina.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en mikið er undir fyrir bæði lið eftir hörmulegt tímabil í deildinni heima fyrir.