Rory McIlroy einn fremsti kylfingur í heimi er mættur til Bilbao til að fylgjast með úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fram fer í kvöld klukkan 19:00.
Manchester United og Tottenham mætast þar í úrslitaleik í þessari keppni.
McIlroy er sem er frá Norður-Írlandi er harður stuðningsmaður United og mætti til Bilbao til að hvetja sína menn áfram.
McIlroy hefur verið reglulegur gestur á Old Trafford í gengum tíðina en hann rakst á Rio Ferdinand og Paul Scholes þegar hann kom til Baskalands í dag.
Ferdinand smellti mynd af hópnum en McIlroy afrekaði það á dögunum að vinna Masters mótið og skrá sig á spjöld sögunnar, hefur hann nú unnið öll risamótin í golfi.