Manchester City mun reisa styttu af Kevin De Bruyne fyrir utan leikvang sinn í kjölfar brottfarar leikmannsins.
De Bruyne er goðsögn hjá City en er á förum eftir tíu frábær ár hjá félaginu. Hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna og þar af ensku úrvalsdeildina sex sinnum.
Belginn lék sinn síðasta leik á heimavelli fyrir City í sigri á Bournemouth í gær og eftir leik var greint frá því að stytta af honum muni rísa fyrir utan Etihad-leikvanginn.
Ekki er ljóst hvert De Bruyne fer í sumar. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Napoli á Ítalíu.