Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker er mikið í fréttunum þessa dagana vegna yfirvofandi brotthvarfs hans frá BBC. Bróðir hans, Wayne, er einnig nokkuð vel þekktur en þó fyrir allt annað.
Wayne heldur nefnilega úti skemmtistöðum á Ibiza og fleiri spænskum eyjum. Þar sem hann er nokkuð umdeildur. Fréttir af slágsmálum sem hann lenti í á eyjunni í fyrra vöktu mikla athygli, en þeim lauk með því að hann fékk svo þungt högg að hann steinlá rotaður eftir.
Wayne lét þetta ekki á sig fá og sást áfram töluvert á djamminu næstu daga, en hann skemmtir sér gjarnan með fólki sem er mun yngra en hann. Wayne er sjálfur 63 ára.
Hann fékk ekki beint mikla vorkunn eftir fréttirnar af rothögginu eins og einhverjir hefðu kannski haldið. Nýtti stjórnmálamaður á Ibiza sér þau til að gagnrýna hann og menninguna sem hans staðir ýta undir á eyjunni.
„Hann getur sjálfur sér um kennt. Hann var fórnarlamb þeirrar drykkjumenningar sem hann hefur búið til. Það þarf að breyta ferðaþjónustumódelinu hér,“ sagði Antonio nokkur Lorenzo.
Hér að neðan má sjá myndband af rothögginu óhugnanlega.
Gary Linekers brother, Wayne Lineker, was knocked out in Ibiza last night😳 https://t.co/8EhV7miYmY
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) June 12, 2024