fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinicius de Oliveira Cabral de Souza lést í febrúar en andlát hans hefur verið til rannsóknar. Vini var aðeins 19 ára gamall þegar hann tók eigið líf.

Vini var í herbúðum Manchester United en var látin fara frá félaginu, hann var þá 14 ára gamall. Vini kom frá Brasilíu en lék eftir það með Warrington Town áður en hann lét lífið.

Í rannsókn málsins kemur fram að lögreglan hafi komið að Vini þar sem hann hafði hengt sig á heimili sínu.

„Hann var hættur að fara út, hann var hættur að fara í ræktina og hitta vini sína,“ sagði systir hans við lögreglu.

Vini hafði nokkrum mánuðum fyrir andlátið ákveðið að hætta í fótbolta og virtist lífið reynast honum erfitt eftir það. Draumurinn um að verða atvinnumaður var úr sögunni og reyndist það drengnum erfitt.

„Hann var alltaf að biðjast afsökunar á því hvernig hann var við okkur, við áttuðum okkur ekki á hvað hann átti við,“ segir systir hans.

Móðir Vini sagði við lögreglu að hann hefði í eitt skipti tekið eiturlyf á djamminu og því hætt að fara út, hann sagði að allir vinir sínir væru farnir að nota eiturlyf.

Enginn ólögleg efni fundust í líkama Vini við krufningu.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea
433Sport
Í gær

Stórtíðindi frá Manchester

Stórtíðindi frá Manchester
433Sport
Í gær

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni