Stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá sig fullsadda á nokkrum leikmönnum og létu margir það í ljós á samfélagsmiðlum eftir tap gegn Tottenham í kvöld.
Liðin mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og vann Tottenham 1-0 sigur. United er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og gat að einhverju leyti bjargað tímabilinu þarna, en svo varð ekki.
Stuðningsmenn United voru eðlilega pirraðir eftir leik og fengu bæði Andre Onana og Luke Shaw til að mynda á baukinn, en sá síðarnefndi leit illa út í marki Brennan Johnson í kvöld.
Þá þótti Rasmus Hojlund ekki heilla í kvöld og eru margir komnir með algjörlega nóg á danska framherjanum, sem kostaði 72 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð.
Þá kalla margir eftir því að Mason Mount leiti annað eftir leik kvöldsins.