Moldríki eigandi Manchester United, Jim Ratcliffe, var mættur á völlinn á föstudag er hans menn mættu Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
United notaði marga af sínum bestu leikmönnum í þessum leik sem tapaðist 1-0 sem skiptir í raun engu máli þar sem þeir rauðklæddu sitja í 16. sæti deildarinnar.
Svipbrigði Ratcliffe vöktu athygli í þessum leik sem lauk með 1-0 sigri Chelsea en United átti aðeins eitt skot á rammann í viðureigninni.
Um er að ræða Íslandsvin sem kemur reglulega til landsins en hann fjárfesti í United í febrúar en gengi liðsins hefur ekki batnað.
Ratcliffe er einn ríkasti maður Bretlands en hefur tapað töluvert eftir þessa fjárfestingu eins og kom fram í vikunni.
Ratcliffe hefur tapað milljörðum eftir að hafa eignast United en hann var fjórði ríkasti maður Bretlands en er í dag í sjöunda sæti.
Hér má sjá þessar myndir af Ratcliffe sem trúði ekki sínum eigin augum á tímum í þessum leik á Stamford Bridge.