Jeremie Frimpong er á leiðinni til Liverpool og er við það að skrifa undir samning við enska félagið.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Frimpong er í dag á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Frimpong hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið sem leitar að nýjum bakverði til að fylla skarð Trent Alexander Arnold sem er að kveðja.
Samkvæmt Romando gerir Frimpong samning til ársins 2030 og mun kosta 30 milljónir evra sem er kaupákvæðið í hans samningi.
Frimpong er Hollendingur en þekkir vel til Englands eftir að hafa verið í akademíu Manchester City í níu ár.
Romano segir að Frimpong sé á leið í læknisskoðun og mun í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning.