Liverpool hefur strax svarað eftir að Trent Alexander Arnold gaf það út að hann væri að kveðja sitt uppeldisfélag.
Trent hefur verið lykilmaður í hægri bakverði Liverpool undanfarin ár en verður samningslaus í sumar og er á leið til Real Madrid.
Liverpool hefur nú svarað með þeirri staðfestingu að Conor Bradley sé búinn að krota undir nýjan samning við félagið.
Bradley er hægri bakvörður eins og Trent en fékk takmörkuð tækifæri undir Arne Slot á þessu tímabili.
Bradley gæti vel verið eftirmaður Trent á Anfield en hann gerir nýjan samning sem gildir til ársins 2029.