Þorkell Máni Pétursson, umboðsmaður og stjórnarmaður KSÍ, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Besta deild karla var til umræðu í þættinum. Hún er jöfn og skemmtileg hingað til í ár og gætum við séð óvæntan sigurvegara.
„Blikarnir og Víkingarnir eru lélegri en í fyrra, það er bara staðreynd málsins. Þetta er opnara en maður sér ekki liðið sem kemur inn í þetta,“ sagði Máni.
„Afrek Davíðs Smára (með Vestra) er stórkostlegt en maður sér það ekki fara alla leið. Stjarnan er fjórum stigum frá þessu og Valur. En maður sér þau ekki gera þetta.
Það væri skemmtilegt að fá eitthvað óvænt.“