Jonathan Tah hefur staðfest það að hann sé á förum frá Bayer Leverkusen í sumar er samningi hans lýkur.
Tah hefur mikið verið orðaður við Bayern Munchen en samkvæmt Mundo Deportivo er hann að bíða eftir öðru félagi.
Tah mun íhuga að semja við Bayern en það er aðeins ef Barcelona getur ekki fengið hann til sín í sumar.
Þjóðverjinn er ákveðinn í að komast til Börsunga í sumar en fjárhagsvandræði félagsins gætu haft stór áhrif.
Hansi Flick er stjóri Barcelona og er landi Tah sem er landsliðsmaður Þýskalands.