Veðbankar eru nú mikið að velta því fyrir sér hvert Kevin de Bruyne mun halda í sumar en hann er leikmaður Manchester City.
De Bruyne hefur gefið út að hann sé á förum frá City og er ástæðan sú að hann fær ekki nýjan samning hjá félaginu.
Tíu áfangastaðir eru nefndir og eru áhugaverðir en efst á listanum er eitthvað lið í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Napoli er í öðru sæti og þá vekur athygli að Liverpool er í því þriðja en þeir rauðu hafa verið orðaðir við Belgann undanfarið.
Chelsea er einnig nefnt til sögunnar en De Bruyne spilaði með því félagi sem ungur leikmaður og fékk fá tækifæri.
Listann umtalaða má sjá hér.