Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en það var lítið í húfi fyrir þau félög sem spiluðu klukkan 14:00.
Manchester City mistókst mjög óvænt að vinna Southampton og missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni.
Southampton er nú komið með 12 stig og er búið að jafna met Derby sem er talið versta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og féll með einmitt 12 stig.
Það er ljóst að Liverpool er búið að vinna titilinn þetta árið og þá eru Ipswich, Southampton og Leicester fallin.
Hér má sjá úrslitin í þeim leikjum sem fóru fram í dag.
Southampton 0 – 0 Manchester City
Wolves 0 – 2 Brighton
0-1 Danny Welbeck(’28, víti)
0-2 Brajan Gruda(’85)
Ipswich 0 – 1 Brentford
0-1 Kevin Schade(’18)
Fulham 1 – 3 Everton
1-0 Raul Jimenez(’17)
1-1 Vitaliy Mykolenko(’45)
1-2 Michael Keane(’70)
1-3 Beto(’74)