fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Arnar segir íslensku þjóðinni að búa sig undir breytingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 21:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að það hafi verið erfiðara en hann bjóst við að velja sinn fyrsta leikmannahóp frá því hann tók við. Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari í janúar og opinberaði hann sinn fyrsta hóp í dag, fyrir tvo leiki gegn Kósóvó í umspili um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það var töluvert erfiðara en ég bjóst við. Það var mikið magn af leikmönnum. Það var loksins mikill skilningur frá mér til þeirra þjálfara sem hafa tekið þátt í því á árum áður að velja hópinn. Þú færð alls konar skoðanir. Ég var á meðal þeirra sem var að gagnrýna hina og þessa, af hverju hinn og þessi væri ekki í hópnum. Ég hafði mikla samúð með þeim þegar ég fór í gegnum þetta verkefni. Á endanum valdi ég mjög sterkan hóp. Ég valdi leikmenn sem margir hverjir eru á mjög góðum stað þessa stundina,“ sagði Arnar við 433.is.

video
play-sharp-fill

Arnar segir að íslenska þjóðin megi búast við nokkuð breyttu yfirbragði yfir landsliðinu frá forvera hans, Age Hareide.

„Þetta er mjög spennandi og sterkur hópur. Ég held að allir sem sjá hópinn sjái ákveðið einkenni. Við erum með mikið af teknískum leikmönnum og ungum strákum. Það er ljóst að við viljum fá mikla orku í okkar varnarleik og fara þá leið sem nútíma fótbolti er að fara þessa stundina, sem er dýnamískur og beinskeittur en reyna að halda í okkur gildi sem hafa virkað vel fyrir okkur hingað til. Ég ætlast til að menn kunni fleiri en eina stöðu og við getum nýtt þá í fleiri en eina stöðu.

Þetta er krefjandi. Ég hef nokkra daga og er að reyna að kynna þá fyrir nýjum leikstíl. Ég geri miklar kröfur á þá en hef bullandi trú á að þeir muni standast þær kröfur. Þetta verður nýr fótbolti, nýjar áherslur og breytur en jafnframt mjög spennandi.“

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dyrnar standa opnar fyrir Salah

Dyrnar standa opnar fyrir Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór spilar sinn fyrsta leik

Gylfi Þór spilar sinn fyrsta leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal

Liðsfélagi Alberts sem hefur slegið í gegn orðaður við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar

Sádarnir vilja einn besta varnarmann enska boltans í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til

Bjóða Angel 18 milljónir á viku en það dugar líklega ekki til
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hertz kemur inn fyrir Eitt Sett en aðrir framlengja við Bestu deildina

Hertz kemur inn fyrir Eitt Sett en aðrir framlengja við Bestu deildina
433Sport
Í gær

Fékk sér skemmtilegt húðflúr eftir helgina – Sjáðu myndina

Fékk sér skemmtilegt húðflúr eftir helgina – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Lygilegar lýsingar frá kvöldinu fyrir brúðkaupið – Horfði á allsberar konur og endaði í fangaklefa

Lygilegar lýsingar frá kvöldinu fyrir brúðkaupið – Horfði á allsberar konur og endaði í fangaklefa
Hide picture