fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson mun í næsta mánuði velja sinn fyrsta landsliðshóp fyrir verkefni gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Íslands sér í B-deildinni en með tapi fellur liðið niður í C-deild.

Ljóst er að Arnar hefur undanfarin ár yfirleitt spilað með einn framherja en undir það síðasta var Age Hareide farin að spila með tvo framherja.

Líklegt verður að teljast að Arnar muni spila með Orra Stein Óskarsson sem fremsta mann og Albert Guðmundsson fyrir aftan hann.

Hákon Arnar Haraldsson spilar yfirleitt miðsvæðis en ekki er ólíklegt að Arnar muni skoða hann sem kantmann og að hann hafi þá nokkuð frjálst hlutverk.

Arnar gæti gert nokkrar breytingar frá því sem Hareide gerði og gætu Ísak Bergmann Jóhannesson og Mikael Egill Ellertsson fengið stærra hlutverk en báðir eru að spila vel með félagsliði sínu.

Arnar hefur talað um að nýta reynslu eldri manna og gæti horft í það í hjarta varnarinnar og á miðsvæðinu.

Svona gæti byrjunarlið Arnars litið út í næsta mánuði en Gylfi Þór Sigurðsson gæti einnig verið í huga Arnars um að vera í byrjunarliðinu.

Mögulegt byrjunarlið Arnars í næsta mánuði:
Hákon Rafn Valdimarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Aron Einar Gunnarsson
Sverrir Ingi Ingason
Logi Tómasson

Jóhann Berg Guðmundsson
Ísak Bergmann Jóhannesson

Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Mikael Egill Ellertsson

Orri Steinn Óskarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar