fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Tilboði í Arnór hafnað og hann svekktur – Sagður bíða við símann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. febrúar 2025 19:27

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska félagið Burton Albion hefur lagt fram tilboð í Arnór Traustason, miðjumann Norrköping í Svíþjóð, en því hefur verið hafnað.

Íslenski landsliðsmaðurinn staðfestir tíðindin í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen, en aðeins eru nokkrar klukkustundir í að félagaskiptaglugganum verði skellt í lás.

Arnór hefur verið á mála hjá Norrköping síðan 2022 og er hann með samning út næsta ár. Hann hefur þó áður rætt það að hann sé opinn fyrir því að fara annað.

Arnór er nú staddur með liðinu í æfingaferð á Marbella og lætur farsímann vart frá sér samkvæmt Fotbollskanalen.

Burton hefur hins vegar gert tilboð og í samtali við Fotbollskanalen segir Arnór að því hafi verið hafnað en að hann telji að þeim hafi verið gert gagntilboð frá Norrköping.

„Ég skil Norrköping að vissu leyti miðað við stöðuna sem félagið er í en ég hef sagt hvað mér finnst. Þetta var tækifæri til að fara til Englands og það hefði verið gaman að prófa það. En ég ræð þessu ekki. Ég hefði samþykkt að fara ef klúbbarnir hefðu verið sammála. Þetta var betri samningur en ég er með hér. En ég missi ekki svefn yfir þessu,“ segir Arnór.

Burton er í 21. sæti í ensku C-deildinni. Félagið er í norrænni eigu, þar á meðal Íslendinga.

Magni Fannberg er íþróttastjóri Norrköping og ræddi hann málið einnig.

„Það hefur verið nokkur áhugi á Arnóri en hann er einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Það er áhugi og við tökum tillit til þess. En við höfum ekki fengið tilboð sem eru nærri því nógu góð.“

Fotbollskanalen heldur því einnig fram að Lyngby í Danmörku hafi gert tilboð í Arnór. Sjálfur kannast hann ekki við það, umboðsmaður hans láti hann aðeins vita af tilboðum sem vekja áhuga hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Í gær

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því