fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og hópur sem hann ferðaðist með til Manchester á leik Liverpool gegn heimamönnum í Manchester City lenti í leiðindauppákomu á vellinum. Áttu feðgar sem sátu fyrir aftan þá í hlut.

Sigmar er harður stuðningsmaður Liverpool en hann og hópurinn sem hann var með sat á svæði stuðningsmanna City á vellinum í gær. Liverpool vann leikinn 0-2 og er liðið komið með aðra hönd á Englandsmeistaratitilinn en uppákoma á vellinum skyggði á upplifun Sigmars og félaga.

Hópnum, að Sigmari undanskildum, var nefnilega hent út af vellinum fyrir að hafa fagnað fyrra marki Liverpool. Stuðningsmenn City, feðgar að sögn Sigmars, klöguðu þá en það vildi svo til að hann hafði gert sér ferð á salernið þegar atvikið kom upp.

„Þessir ágætu feðgar fyrir aftan mig ákváðu að klaga okkur fyrir að hafa fagnað fyrsta marki Liverpool. Það vill svo til að ég var á salerninu svo ég var ekki rekinn í burtu en allir hinir voru reknir. Þessir eru mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir,“ lýsir Sigmar á Instagram og bætir við að einstaklingurinn sem fagnaði markinu hafi verið 12 ára.

Sigmar sat því einn eftir um stund áður en hann yfirgaf völlinn með hinum. Gerði hann í því að reyna að fara í taugarnar á feðgunum á meðan, eins og hann lýsir.

„Ég er að leika mér að því að standa upp þegar City kemst í færi því ég veit að ég er að skyggja á leikinn fyrir þessum feðgum sem voru virkilega dónalegir og agressífir hérna áðan og létu henda okkur út,“ sagði hann.

Eftir leik gærdagsins er Liverpool með 11 stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og útlitið ansi gott í Bítlaborginni.

Hér að neðan má sjá Sigmar lýsa atburðarásinni á vellinum í gær.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Hide picture