fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

433
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Bond Snorrason mætti til Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þátt Íþróttavikunnar á 433.is. Besta deild karla var í fyrirrúmi.

Valur olli ákveðnum vonbrigðum á síðustu leiktíð með því að vera langt frá toppbaráttunni, en liðið náði þó Evrópusæti að lokum. Túfa tók við af Arnari Grétarssyni sem var látinn fara á síðustu leiktíð og hafa einhverjir áhyggjur af Valsliðinu, sérstaklega eftir arfaslaka frammistöðu og 3-0 tap gegn KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum.

video
play-sharp-fill

„Þeir eru með Gylfa (Þór Sigurðsson), Aron (Jóhannsson) og Hólmar (Örn Eyjólfsson). Ég veit ekki alveg hvað þeir ætla að gera. Ætla þeir að keyra á titilinn eða eru þeir að byggja liðið upp á nýtt. Þeir hafa fengið Arnór Smára inn, eru bara að bjóða í unga leikmenn. Maður veit ekki alveg hvað er planið þarna. Ég geri ráð fyrir að Valur vilja vinna titilinn á hverju ári en er það raunsætt með Breiðablik og Víking þarna?“ sagði Hrafnkell.

„Mér finnst þetta Valslið bara svo illa samsett og lélegt. Það er eitthvað „off“ þarna hjá Val,“ sagði Sigurður en benti þó á að leikmennirnir væru margir hverjir góðir.

„Erum við ekki sammála um það að Túfa er líklegasti maðurinn til að taka pokann sinn fyrstur?“ spurði Helgi og mönnum fannst það engin spurning.

„Langlíklegastur,“ sagði Sigurður. „Mér dettur enginn annar í hug,“ sagði Hrafnkell.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“
Hide picture