fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Með betri árangur en á heilu ári í Manchester – „Þvílíkur leikmaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 08:27

Mynd: Antony/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony heldur áfram að gera frábæra hluti með Real Betis, en hann er þar á láni frá Manchester United.

Antony hafði ekkert getað frá því hann var keyptur á Old Trafford á yfir 80 milljónir punda sumarið 2022 og í síðasta mánuði var hann sendur til Spánar á láni.

Þar hefur hann heldur betur byrjað vel. Brasilíumaðurinn lagði upp mark og var valinn maður leiksins í fyrsta leik sínum fyrir félagið og hefur svo skorað í síðustu þremur leikjum, síðast í sigri á Real Sociedad í gær.

„Antony. Þvílíkur leikmaður,“ sagði á opinberri X-síðu La Liga eftir leik í gær.

Antony er því kominn með þrjú mörk í aðeins fjórum leikjum, en það eru jafnmörg mörk og hann skoraði á allri síðustu leiktíð með United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?