

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Stefán telur of mikið um það í íslenskum fótbolta að mál rati í fjölmiðla sem eiga ekki heima þar. Hafi það jafnvel áhrif á stjórnir einhverra félaga.
„Mér finnst stjórnirnar hjá þessum íþróttafélögum vera að hlusta allt of mikið á einhverja bullukolla eins og okkur og finna sig knúna til að bregðast við því,“ sagði hann léttur.
„Þegar kjaradeilur einhverra leikmanna við félagið sitt, framlengignarmál á samningnum og svona, þegar það er verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.