

„Hljómar furðulega fyrir þá sem fylgjast ekki náið með Chelsea, þar sem enski landsliðsmaðurinn er þekktur sem frábær hægri bakvörður. En Enzo Maresca hefur ítrekað sagt frá því síðan hann tók við að Reece James sé ekki aðeins bakvörður, heldur leikmaður sem hann sér fyrir sér í miðjunni,“ segir í grein sem Kieran Gill blaðamaður Daily Mail skrifar.
James var magnaður í 1-1 jafntefli Chelsea og Arsenal í gær.
„Maresca skoðaði sérstaklega tímann hans hjá Wigan tímabilið 2018–19, þar sem James lék í miðjunni og blómstraði. Daginn eftir að Ítalinn tók við Chelsea sumarið 2024 sendi hann fyrirliðanum skilaboð á WhatsApp – ásamt myndbandi af James skora glæsilegt 25 metra mark gegn Bristol City í apríl 2019. Síðan þá hefur verkefni Maresca verið tvíþætt: A) halda James heilsuhraustum og B) nota hann í miðjunni þegar tækifæri gefst,“ segir Gill.
Gill segir að aðrir hafi fengið umtalið en James hafi verið besti maður vallarins. „James var færður inn á miðjuna við hlið Moisés Caicedo. Þar var hann algjörlega framúrskarandi, rólegur, yfirvegaður og stjórnandi í öllu sem hann gerði sem fyrirliði Chelsea. Á meðan Rice og Caicedo fengu fyrirsagnirnar fyrir leikinn, var Reece James sá sem raunverulega stal senunni.“