fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Ólafur Jóhannesson fór um víðan völl og gerði upp glæstan þjálfaraferil í hlaðvarpinu Chess After Dark. Þar á meðal var rætt um tíma hans sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins.

Ólafur mátti þola mikla gagnrýni í fjölmiðlum í starfi sínu sem landsliðsþjálfari, en hann gegndi stöðunni frá 2007 til 2011. Sagði hann að gagnrýnin hafi oft verið óvægin.

„Já mér fannst það, sérstaklega gagnvart mér. Hún var oft helvíti erfið en kannski erfiðari fyrir mína fjölskyldu en mig,“ sagði Ólafur í þættinum.

„Ég hef rifið kjaft og verið dónalegur við blaðamenn, sagt ýmislegt sem ég hefði ekki átt að segja. En það þótti mjög vinsælt að tala við þá sem ég valdi ekki, sem skiptu engu máli. Þeir voru alltaf með viðtöl við þá, þá sem voru óánægðastir. Og sumir þeirra sögðu ýmislegt.

Ég fékk mikla gagnrýni og það var oft erfitt. Það var oft sagt við mig: „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja.“ Oftast náði ég að halda kúlinu,“ sagði Ólafur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maddison reynir fyrir sér á skjánum við hlið Jamie Carragher í kvöld

Maddison reynir fyrir sér á skjánum við hlið Jamie Carragher í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kveður eftir mögnuð ár – „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt“

Kveður eftir mögnuð ár – „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt“
433Sport
Í gær

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“
433Sport
Í gær

Magnús biðlar til KSÍ – „Þetta skýtur skökku við“

Magnús biðlar til KSÍ – „Þetta skýtur skökku við“