

Ný treyja íslensku landsliðanna í fótbolta verður opinberuð á morgun. Hún lak þó á netið í kvöld.
Treyjan er blá og fremur hefðbundin. Puma er framleiðandinn eins og undanfarin ár. Viðbrögð netverja hingað til eru ekki jákvæð.
„Alveg hræðileg þessi,“ skrifar einn til að mynda og fleiri taka í sama streng.
„Guð minn almáttugur, þetta minnir mig bara á Tottenham búninginn fyrir 2 árum sem var bara hvítur bolur, enginn metnaður,“ skrifar annar.
Hér að neðan má sjá treyjuna sem um ræðir, eða með því að smella hér.


