
Fabinho, fyrrverandi miðjumaður Liverpool, hefur verið kallaður aftur í brasilíska landsliðið í fyrsta sinn í þrjú ár.
Fabinho, sem nú leikur með Al-Ittihad í Sádi-Arabíu, lék síðast með landsliðinu á HM 2022 í Katar, þar sem hann kom við sögu í einum leik sem varamaður.
Hinn 32 ára gamli Fabinho gekk til liðs við Al-Ittihad sumarið 2023 og hefur verið fastamaður í byrjunarliði félagsins. Hann hefur spilað 12 leiki á tímabilinu, skorað eitt mark og lagt upp tvö.
Brasilía mætir Senegal og Túnis í vináttuleikjum síðar í þessum mánuði og verður þetta í fyrsta sinn sem Fabinho spilar undir stjórn Carlo Ancelotti.
Fabinho lék alls 219 leiki fyrir Liverpool og vann allt sem hægt var að vinna.