

Stefano Pioli hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Fiorentina en gengi liðsins í upphafi tímabils hefur verið slakt.
Pioli er rekinn eftir tíu umferðir í Seriu A þar sem liðið hefur ekki unnið leik.
Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en hann hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu í upphafi tímabils.
Albert var keyptur til Fiorentina í sumar en hann var á láni hjá félaginu frá Genoa á síðustu leiktíð.
Nú er ljóst að Fiorentina þarf að finna arftaka hans en eftir úrslit helgarinnar var ákveðið að reka Pioli.
🚨🟣 Fiorentina have sacked their head coach Stefano Pioli with immediate effect, as expected.
It’s over after zero wins in first 10 Serie A games. pic.twitter.com/ElbHJPkV6r
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 4, 2025