fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

433
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannahópurinn fyrir nóvember-verkefni A landsliðs karla verður opinberaður á morgun. Íslenska liðið leikur tvo útileiki, mætir Aserbaísjan í Bakú 13. nóvember og Úkraínu í Varsjá þremur dögum síðar.

Íslenska liðið þarf líklega að vinna báða þessa leiki til að fara áfram í umspil um laust sæti á Heimsmeistaramótið næsta sumar.

Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins ritar um þetta í blað dagsins og gefur kjaftasögumum Arnar Gunnlaugsson, þjálfara liðsins, langt nef.

„Það hefur líklega sjaldan verið jafnmikill hausverkur að velja 23-manna leikmannahóp fyrir komandi verkefni en leiða má að því líkur að fimmtán leikmenn geti verið nokkuð öruggir um sæti sitt í hópnum,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið í dag.

„Tveir markverðir, fimm varnarmenn, sjö miðjumenn og einn framherji. Það verður afar áhugavert að sjá hvaða framherja Arnar tekur með í verkefnið. Andri Lucas Guðjohnsen er líklega sá eini sem er öruggur um sæti í hópnum en Orri Steinn Óskarsson og Sævar Atli Magnússon eru báðir frá vegna meiðsla,“ skrifar Bjarni.

Blaðamaðurinn telur að einn efnilegasti leikmaður Íslands í dag eigi skilið að vera í hópnum. „Viktor Bjarki Daðason er nafn sem Íslendingar eru farnir að kannast við eftir ótrúlega frammistöðu með FC Köbenhavn undanfarnar vikur. Hann á klárlega skilið að vera í hópnum.“

Bjarni ræðir svo kjaftasöguna sem haldið hefur verið á lofti um að Arnar velji frekar leikmenn sem eru hjá Stellar umboðsskrifstofunni þar sem bróðir hans, Bjarki Gunnlaugsson, ræður ríkjum.

„Hann er reyndar hjá Stellar-umboðsskrifstofunni. Líklega munu einhverjir benda á það, verði hann valinn, sem er auðvitað ekkert annað en fásinna. Þjálfari Íslands velur þann hóp sem hann telur vænlegast,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni