fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Marcus Rashford hjá Barcelona er í óvissu, þar sem há laun Englendingsins gætu komið í veg fyrir að lánssamningur hans verði gerður varanlegur.

Rashford, sem er 28 ára, gekk til liðs við Barcelona í sumar á lánssamningi frá Manchester United í kjölfar þess að hafa misst sæti sitt í liði Ruben Amorim á Old Trafford.

Hann hefur þó slegið í gegn á Spáni, er með sex mörk og sjö stoðsendingar í 14 leikjum.

Forráðamenn Barcelona eru sagðir mjög ánægðir með frammistöðu Rashford og vilja tryggja sér þjónustu leikmannsins alfarið. Hansi Flick, stjóri liðsins, er á sömu blaðsíðu.

Helsta hindrunin er þó launapakki Rashford, sem var samið um er hann skrifaði undir hjá United árið 2023. Hann fer langt fram úr því sem Barcelona ræður við.

Félagið skoðar þó lausninr og ein þeirra væri að bjóða honum lægri grunnlaun en hærri bónusa og aðrar greiðslur.

Samþykki Rashford slíkt fyrirkomulag er möguleiki á að Börsungar klári varanleg skipti hans í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær
433Sport
Í gær

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum