
Viktor Bjarki Daðason er búinn að skora annað mark sitt í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu.
Hann skoraði rétt í þessu og kom FC Kaupmannahöfn um leið yfir gegn Kairat Almaty.
Viktor, sem er aðeins 17 ára gamall og kom til FCK frá Fram í fyrra, hefur verið að koma meira og meir inn í aðalliðið undanfarnar vikur og er hann heldur betur að slá í gegn.
Margir kalla eftir því að Viktor eigi að vera fastamaður í byrjunarliði danska stórliðsins.
Sjáðu mark Viktors hér að neðan.
Viktor Bjarki Dadason💥⚽️
pic.twitter.com/A8QOi7BFcQ— Pitch Wire (@wire_pitch) November 26, 2025