
Byrjunarlið Arnars Gunnlaugssonar fyrir leikinn gegn Aserbaísjan ytra í undankeppni HM hefur verið opinberað.
Um afar mikilvægan leik er að ræða. Sigur þýðir líklega að Íslandi dugir jafntefli gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar til að ná umspilssæti.
Arnar gerir þrjár breytingar frá síðasta leik við Frakkland, en Jóhann Berg Guðmundsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Andri Lucas Guðjohnsen koma inn fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen, Loga Tómasson og Sævar Atla Magnússon.
Byrjunarlið Íslands
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Ísak Begmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Kristian Hlynsson
Andri Lucas Guðjohnsen
Albert Guðmundsson